Impostor syndrome og verkefni

Ég hef leyst mörg verkefni og stýrt viðburðum, stórum sem smáum með góðum árangri. Jú jú, ég hef líka unnið að verkefnum sem fóru út fyrir sinn ramma, hvort sem það var kostnaðar- eða tímarammi, eða bara hreinlega floppuðu. Við erum ekki hér til að tala um þessi verkefni sem gengu illa. Við erum hér að tala um þau verkefni sem hafa skilað góðum árangri og tekist vel.

Ég er mjög stolt af þeim verkefnum sem ég hef unnið að þó ekki allt hafi tekist eins og lagt var upp með í byrjun, en þannig lærir maður og öðlast reynslu. En þó á ég oft erfitt með að viðurkenna að verkefnin hafi verið vel leyst og njóta árangurins, og það tekur mig oft langan tíma að komast þangað – að verða stolt. Í staðinn fyrir að njóta árangurins fer ég að hugsa um allt sem fór úrskeiðis og velta mér upp úr því. Gleymi því góða. Finnst ég hafa brugðist sjálfri mér og fólkinu í kringum mig. Finnst bara allt hafa farið úrskeiðis.

Í stórum og flóknum verkefnum, eins og t.d. að skipuleggja landsþing JCI (stór viðburður yfir heila helgi) er að mörgu að huga og alveg garanterað að eitthvað fari úrskeiðis eða gleymist. En margt af því eru svo bara litlir hlutir sem bara hreinlega skipta ekki höfuðmáli (af því að það var vel brugðist við þeim og þeim reddað).

Eftir svona verkefni fyllist hausinn á mér af af spurningum og fullyrðungum eins og þessar:

  • Hverng í ósköpunum tókst mér þetta?
  • Það voru bara ytri aðstæður sem létu hlutina ganga upp.
  • Algjör heppni að þessi kom og reddaði þessu með mér.
  • Æj ég gerði þennan þarna hlut ekki nógu vel.
  • Það hlýtur einhver að fara að sjá að ég vissi ekkert hvað ég var að gera og þetta var bara algjör heppni.
  • Ég er ekki nógu góð!
  • Af hverju í ósköpunum er þessi að hrósa mér – hann veit greinilega ekki hvað þetta tókst raunverulega illa.
  • Af hverju var ég beðin um að leysa þetta verkefni? Það eru ALLIR aðrir betri en ég!

Kannast þú við svona hugsanir? Ferðu í svona gír þrátt fyrir að hafa leyst verkefnin vel? Þá máttu gera ráð fyrir því að þú finnir fyrir Impostor Syndrome.

Það er fullkomlega eðlilegt að einhver atriði fara úrskeiðis.

Eða jafnvel ekki endilega úrskeiðis heldur fara á annan veg en upphaflega var planað. Ef þú hefur náð að stýra framhjá stórslysi og leyst það á einhvern máta, þá hefur þér tekist vel upp! Og það þarf einnig að hafa í huga að ekki er alltaf hægt að gera alla ánægða! En ef hópurinn er upp til hópa ánægður og fer heim með góðar minningar eða markmiðið með verkefninu er uppfyllt þá hefur þú leyst verkefnið vel.

Þessi litlu atriði sem ekki fóru eins og upphaflega var planað – er það sem flestir með Impostor syndrome byrja að horfa á – einblýna á – taka fyrir og nota sem „sannanir“ fyrir því að verkefnið gekk illa. Það er ósanngjarnt. Vitanlega ber að líta á þessa hluti og nota þau sem lærdóm. Það er tilgangurinn með mistökum. Að læra af þeim svo maður geri þau ekki aftur.

Það er ekki heldur gott að svífa um á bleiku skýi eftir verkefnið og hugsa bara um góðu hlutina og hunsa þessa slæmu. Þá lærir maður ekki neitt. Það þarf að vera jafnvægi.

Við horfum á slæmu hlutina og lærum af þeim. Hvernig er hægt að gera hlutina betur næst.

Við horfum á góðu hlutina og lærum einnig af þeim. Hvað við ætlum að gera vel áfram – eða jafnvel enn betur.

Já og þessi sem var að hrósa þér, hann hefði ekki verið að hrósa þér nema þú ættir það skilið. Taktu það til þín og þakkaðu fyrir hrósið. Nei, hann sá líklega ekki allt sem var að gerast að tjaldarbaki og þannig á það líka að vera. Gestir á viðburðum eiga einmitt ekki að sjá allt „disasterið“ sem gerist bakvið tjöldin.

Árangur er nefnilega eins og þessi mynd:

the-iceberg-of-success

Verum stolt af því sem við áorkum – njótum og lærum!

Photo credit for featured photo: banyanman via Visualhunt / CC BY-NC-SA

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s