Píanóið

Tryggvi átti fertugsafmæli síðasta föstudag – enn og aftur til hamingju með daginn Tryggvi 🙂 Hann hélt glæsilegt partý sl. laugardag í flottasta sal landsins þar sem vinir og vandamenn hittust til að gleðjast með drengnum. Svakalega skemmtilegt kvöld 🙂

Tryggvi fékk margt fallegt í afmælisgjöf en hann setti í rauninni aðeins eitt á óskalistann, sem var monnís til að geta keypt sér píanó. Svona alvöru rafmagnspíanó, með þungum lyklum og hægt að stinga í samband við heyrnatól til að spila án þess að trufla aðra í kringum sig.

Dýrgripinn fór hann og keypti strax á mánudagsmorguninn. Síðan fór hann í vinnuna. Þar sem ég er heima þessa dagana þá að sjálfsögðu tékkaði ég á dýrgripnum og fékk í rauninni að vígja hann.

píanó

Og viti menn, ég er nú ekki búin að gleyma alveg öllu. Og áhuginn kviknaði aftur. Ég var að æfa á píanó þegar ég var lítil. Þegar ég var 6 ára fór ég í tíma hjá henni Sigrúnu frænku minni, sem kenndi mér undirstöðuatriðin. Sjö ára fór ég svo í tónlistarskólann og hélt áfram í námi alveg til tvítugs (með 1 ári í pásu þó). Er með 6. stig. En frá því að ég hætti í námi hef ég ekkert spilað. Á samt minn eigin dýrgrip, ættargrip sem afi hafði keypt þegar móðir mín var lítil og móðir mín fékk svo inn á sitt heimili, og var sá gripur sem ég lærði á. Hann er nú heima hjá mér. En ég hef ekkert spilað, hef ekki gefið mér tíma í það enda sá tími sem best er að spila á kvöldin – sem er ekki ákjósanlegt upp á börn og nágranna. Kannski eru það bara afsakanir 😉

En með nýja dýrgripnum hans Tryggva get ég spilað á hvaða tíma sem er án þess að trufla nokkurn. Og áhuginn hefur aðeins kviknað aftur.

Ég byrjaði á að taka upp nokkrar bækur sem ég spilaði uppúr í den. Það er ótrúlegt hvað vöðvaminnið er sterkt. Fingurnir vissu alveg hvaða nótur átti að spila næst og lögin fóru að flæða úr þeim. Ok kannski ekki alveg 100%, ég er frekar mikið ryðguð en ég finn að þetta verður sæmilega fljótt að koma. Og núna nenni ég líka að æfa skala og arpeggíur og þess háttar. Kom mér einmitt á óvart að fyrsta bókin sem ég sótti var skalabókin 🙂 Það er jafnframt sú bók sem ég kynnti fyrst fyrir Tryggva. Hann kann að lesa nótur (enda lúðrasveitamaður) en hann þarf að æfa fingurna og fingrasetningar. Skalarnir eru bestir fyrir það. Og mikið er ég fegin að hann getur æft skala án þess að ég þurfi að hlusta á það – ví.

Börnin hafa líka hrikalega gaman að þessum grip – og mikið er nú líka gaman að þau geta fengið að glamra á píanóið án þess að við heyrum. Þeim finnst líka spennandi að geta spilað en við heyrum ekkert. Bríet virðist hafa eyra og áhuga fyrir þessu svo ég ætla að athuga hvort ég geti ekki kennt henni á nótur 🙂

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s