Impostor syndrome – blekkingar-/svikara heilkennið

Fyrir tæpum tveimur árum síðan skrifaði ég grein á ensku um „Hvað drap ástríðuna mína“ (What killed my passion). Ég fór þar yfir það hvernig minnimáttarkennd hefur dregið úr mér máttinn og drepið niður ástríðu og löngun í þá hluti sem ég hef fengist við, og að mínu mati orðið til þess að ég drabbaðist niður sem forritari, var farið að líða illa í starfi og að lokum ákvað að skipta um starfsvettvang.

Þá benti einn vinur og fyrrum skólafélagi mér á að þetta hljómaði eins og „Impostor syndrome“. Ég fór að skoða það og já, það passaði. Impostor syndrome á mjög vel við mig. Og ég áttaði mig líka á að þetta gæti átt við mjög marga í kringum mig. Þetta er því eitthvað sem mig langar mikið til þess að kynna betur og koma í umræðuna. Hvernig, veit ég ekki alveg, en ég ætla að gera mitt besta til þess að vekja athygli á þessu. Því bara það að vera meðvitaður um impostor syndrome getur hjálpað manni mikið. Og fyrir þá sem finna mjög sterkt fyrir þessu heilkenni þá hjálpar mikið að lesa um leiðir til þess að vinna með það (sjá fimm atriði hér neðar).

Fyrsta skref hjá mér er að skrifa blogg og halda fyrirlestur hjá Dokkunni 26. janúar 2016. Næstu skref eftir það verð ég að láta ráðast. Ég geri líka fastlega ráð fyrir að halda fyrirlesturinn hjá JCI.

Hvað er impostor syndrome?

Skv. Wikipedia er skilgreiningin nokkurnvegnn þannig:

Svikaraheilkennið er hugtak sem kom fram á 8. áratugnum af sálfræðingum og rannsakendum sem lýsir fólki sem geta ekki viðurkennt þeirra eigin árangur. Þrátt fyrir sannanir um ágæti þeirra, þá eru þeir sem haldnir eru heilkenninu sannfærðir um að þeir séu „svikarar“ og eigi ekki skilið þann árangur sem þeir hafi náð. Sannanir um árangur er skrifað á heppni, góða tímasetningu eða að hafa blekkt aðra til að halda að þeir séu gáfaðri/betri en þeir trúa sjálfir að þeir séu. Svikaraheilkennið er mjög algengt meðal kvenna sem náð hafa miklum árangri en rannsóknir sýna að bæði kynin eru jafn mikið haldin þessu.

Á íslensku hefur þetta verið kallað „Svikaraheilkennið“. Ég óska samt eftir nýju orði, mér finnst þetta ekki alveg nógu gott orð. „Blekkingarheilkenni“ – er það jafn gott eða jafnvel betra? Endilega sendið á mig hugmyndir 🙂

Hvernig hefur impostor syndrome snert mig?

Ég finn fyrir þessu á nánast hverjum degi. Mismikið. Gegnum árin hefur þetta haft mjög mikil áhrif á mig og hefði ég verið meðvituð um þetta mikið fyrr er ég fullviss um að ég hefði tekið öðruvísi á mörgum málum. Bloggið „What killed my passion“ lýsir því nokkuð vel hvernig þetta var hjá mér áður.

Sl. ár hef ég svo sofnað á verðinum. Ég tók allt of mörg verkefni að mér í vinnunni og þá fór þetta að grassera hjá mér aftur og þar kom að ég sprakk – bara núna um jólin og byrjun ársins. En ég er að vinna í því og er komin með lausn í sjónmál, verkefnin eru aðeins að breytast í vinnunni og ég er orðin aftur meðvituð!

Þegar þetta er orðið svo samgróið manni eins og ég tel vera hjá mér, þá þarf ég að passa mig vel að sofna ekki á verðinum. Ég verð að vera meðvituð um ástandið, þekkja einkennin og bregðast við ef ástandið er orðið slæmt (eða stefnir þangað).

Leiðir til þess að vinna á Impostor Syndrome

Hér birti ég fimm atriði sem vinna á impostor syndrome. Ég ætla hinsvegar að birta ítarlegra blogg síðar með fleiri leiðum og ítarlegri skýringum við hvert og eitt. Þessum atriðum hef ég viðað að mér víðsvegar og mæli ég eindregið með blogginu „21 proven ways to overcome impostor syndrome“.

1. Vita að þetta er til og það eru fleiri að kljást við þetta fyrirbæri

Þetta er ótrúlega algengt og 70% fólks hefur fundið fyrir þessu. Fjölmargir frægir einstaklingar hafa komið fram og sagt frá impostor syndrome, t.d. Tina Fey, Maya Angelou, Neil Gaiman og Emma Watson.

Og bara að vita af tilveru þessa heilkennis þá veit maður að „ég er ekki bara svona“ heldur að þetta er eitthvað sem hægt er að vinna með. Þetta er ekki sjúkdómur heldur skemmandi hugsanamynstur – sem hægt er að vinna á móti!

https://www.flickr.com/photos/voght/2439770882

2. Hættu að bera þig saman við aðra

Það er ofboðslega ósanngjarnt gagnvart sjálfum þér og jafnvel óraunhæft að bera þig saman við aðra. Ég hef stundum verið að bera mig saman við e-n sem hefur mun meiri þekkingu og reynslu en ég. Og þó svo að e-r sé töluvert betri en ég í e-u þá er ég líklega betri en hann í e-u öðru. Það er enginn góður í öllu – það er bara ekki hægt.

3. Safnaðu í fjársjóðskistu

Safnaðu saman afrekum þínum og góðum hlutum á einn stað. Safnaðu saman vitnisburðum, útskriftarskírteinum, skrifunum þínum, myndum, skjáskotum af jákvæðum athugasemdum, hrósi o.þ.h. Það getur verið virkilega gott að leita á þennan stað ef maður byrjar að fá efasemdir.

4. Leyfðu þér að NJÓTA árangurs þíns

Þú ert ekki á þeim stað sem þú ert bara fyrir röð einhverja tilviljana eða af því að þér var afhent eitthvað tækifæri. Þú hefur náð árangri vegna þess að þú hefur unnið fyrir því.

5. Það veit enginn raunverulega hvað þeir eru að gera 😉

chemistrydog

Það veit enginn nákvæmlega hvað þeir eru að gera. Flest “startup” feila, jafnvel þau sem líta út fyrir að ætla langt og hafa þénað mikið. Hversu marga veitingastaði hefur maður séð opna og svo loka? Sumir ná að halda sér lengi en hversu oft hefur maður séð e-ð nýtt opna og svo allt í einu er það horfið eða eitthvað nýtt komið í staðinn?

Það veit enginn nákvæmlega hvað er að gerast eða hvað þeir eiga að gera. Það er fullt af fólki sem segir þér að það viti öll svörin – þetta fólk er að ljúga. Það veit það enginn.

Heimurinn er uppfullur af hugrökku fólki sem mistekst, heldur áfram, reynir aftur og aftur, og stundum ber það árangur! Enginn veit hvað kemur næst: en sumir eru viljugir til að takast á við óvissuna og sumir ekki.

Þú ert EKKI svikari fyrir að reyna eitthvað sem gæti mögulega mistekist – eða gæti tekist. Þú ert HETJA!

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Impostor syndrome – blekkingar-/svikara heilkennið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s