Fjölskylduannáll 2015

Heilt ár af ævintýrum og upplifun.

Ef þú vilt hoppa beint yfir í að skoða myndasöfnin:

Árið 2015 í myndum (hlekkur)

Wedding in LA (hlekkur)

Styrmir

Styrmir fór í hið árlega ofnæmispróf og er hann í dag með eggja- og hnetu/möndlu ofnæmi og hundaofnæmi. Móðirin var notuð sem prufudýr í ofnæmistímanum til þess að sýna Styrmi hvernig þetta færi fram og kom þá í ljós að hún er með hundasúruofnæmi. Kemur svosem ekki á óvart með allt gróður- og dýraofnæmið. Styrmir geymir ofnæmispenna á leikskólanum en hefur hingað til ekki þurft að nota hann. Það þýðir þó ekki að það séu engar spítalaheimsóknir því þær hafa verið 3 á árinu. Tvisvar sinnum vegna ofnæmiseinkenna og einu sinni vegna astmaeinkenna en það kom upp nýtt á árinu. Það er þó ekki viðvarandi en getur komið upp þegar hann er mikið kvefaður. Við eigum því alltaf stera og astmapúst líka. En það gengur vel með þetta allt saman þegar allir eru samstilltir og passa sig.

styrmirOfnaemi

Í ársbyrjun hóf Styrmir æfingar í Boltaskóla Hauka og endaði vorönnin á fótboltaleik á móti Álftanesi. Honum þótti fótboltaleikurinn skemmtilegur en æfingarnar lögðust misvel í hann. Okkur grunar að hann sé ekki mikið hópíþróttasál. Því var ákveðið að prófa fimleika á haustönn og þar er hann alveg í essinu sínu, að geta hoppað á trampolíni og klifrað í köðlum.

StyrmirKadlar

Styrmi finnst skemmtilegast að leika sér að bílunum sínum og láta þá gera ýmsar kúnstir. Þar á eftir myndi ég segja að leira en hann á mikið af leirdóti. Svo finnst honum sérstaklega gaman að byggja stóra turna úr trékubbum og nota playmo kalla til þess að skjóta niður turninn (og jafnvel bjarga prinsessunni sem er föst inni í turninum).

StyrmirTurn

Styrmir er með afar stórt hjarta og sparar ekki knúsin. Hann t.d. knúsar og kyssir systur sína á hverjum morgni þegar hún leggur af stað í skólann. Og ef systir hans er í burtu þá saknar hann hennar afar mikið.

StyrmirYndislegi

Bríet

Margt hefur breyst í lífi Bríetar á þessu ári enda er hún nú orðin skólastelpa. Í vor var hún í útskriftarhóp á leikskólanum og brallaði ýmislegt með þeim og fór í margar heimsóknir um allan bæinn. Haldin var skemmtileg útskriftarhátíð á leikskólanum þar sem börnin sungu fyrir foreldrana og fengu svo gjöf.

BrietSkoli

Í haust byrjaði hún svo í 1. bekk. Bekkurinn hennar heitir Tröll og er skipt í tvo hópa og er hún Nátttröll. Fyrsti bekkur skiptist í 3 bekki, sem aftur skiptast í tvo hópa hver. Í hverjum hóp eru um 20 börn og eru því í heildina um 120 börn í 1. bekk sem er ansi mikið. En Bríet unir sér vel í skólanum og hefur eignast góðar vinkonur í viðbót við þær sem hún átti fyrir.

BrietHrefna

Bríet hefur unun af lestri. Ok kannski ekki alltaf en eftir að hún byrjaði að ná smá hraða í lestrinum er hann farinn að vera skemmtilegri. Vilji fyrir heimalærdómi er þó ekki alltaf til staðar. En henni finnst gaman að langflestu sem þau gera í skólanum. Svo er Bríet búin að missa fyrstu tönnina, setti hana undir koddann og fékk smá aur. Hún er mjög stolt.

BrietDans

Í vor var Bríet í dansi og kláraði árið með danssýningu í Borgarleikhúsinu þar sem hún dansaði fyrir fullum sal. Það var virkilega skemmtilegt. Í haust skipti hún yfir í karate þar sem hana hafði lengi langað til þess að prófa það en það reyndist ekki vera nógu skemmtilegt og hún hættir því núna. Eftir áramót ætlum við að reyna að koma henni í fimleika en hana langar mikið að prófa eins og bróðir hennar.

BrietKarate

Bríet er ákveðin ung dama og hefur sterkar skoðanir á því hverju hún klæðist. Kjólar og leggings verða langoftast fyrir valinu. Búningaleikir eru eitt það skemmtilegasta og er búningakassinn dreginn fram amk 2-3 í viku.. ef ekki oftar. Söngur er henni einnig hugleikinn og ef hún kann ekki textann þá er hann saminn á staðnum. Eða lagið. Eða bæði. Upprennandi söng- og leikkona? Aldrei að vita.

 

Guðlaug og Tryggvi

Hmmm hvað ætli nú hafi breyst hjá okkur. Svosem ekki mikið… nema nú erum við með hringa. Jú! það voru sko stórir viðburðir á árinu. Tryggvi fór erlendis í vinnuferð og Guðlaug fékk að fara með til Los Angeles í Bandaríkjunum. Í sól og sumaryl játuðumst við svo hvort öðru upp á Hollywood hæð. Þetta gerðum við í laumi og opinberuðum svo giftinguna 2 tímum síðar. Þessi dagur var yndislegur í alla staði.

IMG_4450

Í ágúst héldum við svo stórt brúðkaupspartý þar sem við buðum vinum og vandamönnum í gott partý til þess að fagna með okkur. Það var virkilega skemmtilegt kvöld og við þökkum kærlega fyrir okkur! Ógleymanlegt kvöld 🙂

TL

Annað í fréttum er að Tryggvi skipti um vinnu og starfar nú sjálfstætt í fyrirtækinu Innut. Guðlaug er áfram hjá Hugsmiðjunni og unir vel þar en það er einn skemmtilegasti vinnustaður sem fyrirfinnst 😉 Krefjandi verkefni og skemmtilegt fólk er góð blanda.

Í september voru Guðlaug og Tryggvi bæði útnefnd sem senatorar í JCI hreyfingunni. Það þýðir að nú erum við orðin ævifélagar en það er mikill heiður að því og við erum virkilega þakklát og stolt. Nú getum við líka skipt okkur af starfinu það sem eftir er múhahahaha 🙂 Nei djók. En þetta þýðir að við getum tekið þátt í starfinu að miklu leyti þrátt fyrir að vera komin yfir aldur, en félagsskapurinn er fyrir ungt fólk á aldrinum 18-40 ára. Sem þýðir að það er stutt í að Tryggvi verður gamall!

Senate

Okkur hlakkar mikið til næsta árs, það er ýmislegt í kortunum sem lofar góðu fjöri og við efumst ekki um annað en að þetta verði frábært ár.

22juli

Við erum búin að safna saman myndum í albúm þar sem við hlaupum yfir árið í myndum. Smelltu hér til þess að skoða myndirnar. Ath að myndirnar eru ekki endilega allar í tímaröð.

 

Ef þig langar til þess að lesa meira um brúðkaupsdaginn úti í Los Angeles þá hefur Guðlaug skrifað örútgáfu + mjög langa útgáfu (eftir því hvað þú nennir að lesa). Smelltu hér til þess að lesa nánar um brúðkaupsdaginn okkar.

Ef þú vilt bara skoða myndirnar frá brúðkaupsdeginum getur þú smellt hér.

Familia

Við óskum ykkur öllum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári og þökkum allar frábæru stundirnar sem við höfum átt saman.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s