Meistaramánuður starting

Meistaramánuður hefst á morgun.

Í dágóðan tíma hef ég verið jójó. Ég hef tekið mig á í smátíma, mismikið í hvert skipti. Svo hef ég runnið úr hjólförunum og „misst mig“, mismikið í hvert skipti.

Að vera jójó er mjög slæmt. Mér finnst að í hvert skipti sem ég „missi mig“ þá fer ég í verra og verra ástand og það verður erfiðara og erfiðara að fara aftur á rétta braut. Eins og staðan er í dag hef ég aldrei verið í verra formi. Ég tók þátt í 10 km í maraþoninu, nánast óæfð fyrir það og hef aldrei verið jafn lengi að hlaupa/ganga þá vegalengd.

Nú vil ég snúa þessari þróun við í síðasta skipti fyrir allt. Ég vil koma mér á rétta braut og no matter what halda mig á þessari braut og ég ætla að nýta mér meistaramánuðinn á að hefja þessa vegferð.
Ég veit að þetta verður erfitt á köflum, það munu verða erfiðar freistingar og á stundum á mér örugglega eftir að líða illa.

En ég ætla að halda mig á réttu brautinni og ég ætla ekki að fara af henni. Það verða engar undantekningar. Þær gera það að verkum að ég renn úr hjólförunum og dett í verri rútínu.

Ég ætla að setja mér háleit og stór markmið fyrir Meistaramánuð. Ég veit vel að það er mælt með því að fara hægt af stað svo þetta muni ekki buga mann. En ég er orðin svo innilega þreytt á núverandi ástandi og mig langar svo innilega að breyta núverandi slæmu ávönum í góða ávana, svo ég ætla mér stóra hluti í þessum mánuði.

Hér kemur það (þetta eru gróflegu áætlanirnar, ég er svo með þær nákvæmari og niðurnjörvaðar hjá mér)

1. Gott mataræði er lykillinn að öllu.

2. Hreyfing 4x í viku.

3. Ekkert áfengi.

4. Fara snemma að sofa.

5. Heimildarmynd/þættir einu sinni í viku.

6. Lesa bók 10 mínútur á hverju kvöldi fyrir svefninn.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s