Ooooog aðeins meira!

Í gær, laugardag var komið að nýjum kafla í æfingarplaninu. Að þessu sinni að hlaupa í 4 mínútur og ganga í eina og endurtaka þetta sex sinnum. Samtals 30 mínútna æfing.

Ég byrjaði á því að hita upp með því að ganga í 4 mín. Svo stillti ég brettið á „jog“ sem fyrir mig er mitt á milli þess að skokka og hlaupa. Ég er náttúrulega svo lappastutt. Þetta gerði ég í þessar 30 mínútur og fannst það ekkert mál. Bókstaflega. Mér fannst þetta í rauninni ekki nóg svo ég bætti við fimm mínútum og síðustu 30 sekúndurnar af því tók ég sprett („run“ stillingin á brettinu er hörku sprettur fyrir mig).

Þó ég hafi ekki verið að hlaupa eins oft og ég hefði viljað þá finn ég að þetta æfingaplan er að bera árangur. Að breyta úr því að hlaupa í 2 mín x ganga í 1 í það að hlaupa í 4 mín x ganga í eina fannst mér bara ekkert mál.

Ég finn líka ekkert fyrir astmanum og er ekki að taka neitt púst fyrir hlaup.

Og svo eru það bara 10 km í næstu viku!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s