Gómsætar pönnukökur – og hollar líka

Þegar ég vaknaði í morgun tók ég eftir því að ég átti vel þroskaðan banana. Ég get alveg borðað þá en mér finnst þeir ekkert sérstaklega spennandi. Þá datt mér í hug hvort ég gæti ekki notað hann í eitthvað. Bananabrauð er klassík en ég átti bara einn banana og oftast þarf fleiri í eina uppskrift. Auk þess kallar það oft á hveiti og sykur og allskonar og ég var bara hreint út sagt ekki til í það. Þá hugsaði ég pönnukökur!

Ég byrjaði á því að googla pönnukökur með banana og haframjöli. Ákvað svo að víkka leitina í bara pönnukökur með banana. Þá fann ég þessa uppskrift af pönnukökum eingöngu úr banana og eggi. Perfect!

Uppskriftin talar um einn þroskaðan banana og tvö egg. Hræra eggin og stappa bananann og voila, fínt pönnukökudeig sem maður steikir svo við vægan hita á teflon pönnu. It’s that easy!  Sú sem skrifaði þetta blogg bætti aðeins við innihaldið, smá flaxseed (fyrir trefjar og til að halda þeim enn betur saman), vanilla og kanill. Það vill svo til að ég á flaxseed uppí skáp frá því að ég ætlaði að vera ofboðslega dugleg og búa til mína eigin mjölblöndu í brauð fyrir Styrmi (sem varð svo aldrei úr því ég fann tilbúna mjölblöndu).

Anyways, ég hrærði saman egginu, banananum, flaxseed mjölinu, vanilludropum og smá kanil. Notaði sósuausu til að ausa deginu á pönnuna sem gerði fullkomna stærð á litlu pönnukökurnar mínar. Það þarf bara að passa að nota meðalhita á pönnuna svo pönnukökurnar bakist jafnt og verði gullinbrúnar. Ef of hár hiti er notaður þá verða þær of dökkar og hráar í miðjunni.

ponnukokur1

Ég hef áður gert einhverjar „hollustupönnukökur“. Þær voru í lagi en það vantaði svo mikið upp á bragðið. Þessar pönnukökur hinsvegar, NAMM! Sætar út af banananum, fullar af próteini út af eggjunum, trefjar úr flaxseed mjölinu. Og svo bragðgóðar!

Hér er uppskriftin:

1 þroskaður banani
2 egg
2 msk flaxseed (má sleppa)
smá vanilla
smá kanill

Hræra eggin og stappa bananann, blanda öllu saman og deigið er tilbúið.

ponnukokur2

Ég hljóp líka í morgun. Eftir næstum því viku pásu. Úps. Ég hljóp því bara tvisvar sinnum eftir viku 1 á planinu en er nú byrjuð á viku 2. Hlaup í 2 mín og ganga í 1 mín x7 skipti. Það þýðir ekkert að hætta við eða gefast upp þó maður „missi úr“ nokkra daga. Bara halda áfram. Þannig gerast hlutirnar 😉

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s