Viðhorf

Að hafa rétt viðhorf skiptir öllu máli. Það skiptir ekki máli um hvað er verið að tala, viðhorfið breytir öllu.

vidhorf

Þetta er það viðhorf sem ég held uppi núna í þeim lífstílsbreytingum sem ég er í. Bætt mataræði og aukin hreyfing. Ég er mjög stolt af hverju því skrefi sem ég tek. Að fá sér epli eða gulrætur sem kvöldsnakk er skref í átt að takmarkinu. Að vera búin að taka tvær hlaupaæfingar í vikunni er skref í átt að takmarkinu. Ég er stolt og ánægð með að vera búin að hefja vegferðina og komin nokkrum skrefum nær. Ég drep niður neikvæðu hugsanirnar sem draga mig niður og hugsa frekar um næsta skref sem ég get tekið og hvað ég er ánægð með þau skref sem ég hef þegar tekið.

Já, viðhorf skiptir öllu máli.

Jákvætt viðhorf hefur komið mér í gegnum svörtustu tíma. Þessir svörtustu tímar voru að sjálfsögðu erfiðir en ég get ekki ímyndað mér hvernig þeir hefðu verið ef ég hefði ekki haft það jákvæða hugarfar sem einkenndi mig (og sérstaklega Tryggva) á þeim tíma.

Fyrir þá sem ekki vita þá er ég að tala um tímann þegar Tryggvi greindist með krabbamein og þurfti að ganga í gegnum mjög erfiða lyfjameðferð og á sama tíma var ég kasólétt, í fullri vinnu (nýrri vinnu) og að hugsa um rúmlega eins árs gamalt barn. Sú saga kemur kannski síðar en FYI þá líður Tryggva vel í dag og er undir reglulegu eftirliti, börnin dafna vel og allt lítur vel út 😉

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s