Að vera í spreng

Í dag vaknaði ég með börnunum um kl. sjö í þetta venjubundna. Horfa á Dóru, borða morgunmat og það sem fylgir. Og svo þvo þvott, ganga frá og það sem fylgir því að reka heimili.

Rétt fyrir tíu byrjaði ég svo að undirbúa mig undir hlaup, fór í íþróttafötin, fékk mér banana og vatn (mér finnst það voða gott fyrir hlaup) og preppaði tónlist. Mundi líka eftir því að kveikja á RunKeeper í þetta skiptið.

Byrjaði svo hlaupin (hlaup 60 sek og ganga 90 sek x 8).

Úbbosí, ég gleymdi að fara á klósettið áður en ég fór af stað. Ég hefði betur átt að snúa strax við og byrja upp á nýtt en ég ákvað að koma þessu bara úr hausnum á mér og halda áfram. Það tókst ekki betur en svo að eftir 5 mín var ég farin að hugsa hvort ég ætti að koma mér út í kant og pissa. Þá hugsaði ég „nei ég hlýt að geta klárað þetta“ og hélt áfram. Fimm mínútum seinna gat ég ekki meira. Það vildi svo heppilega til að ég var þá akkúrat að hlaupa framhjá stað þar sem engin byggð sá til, enginn vegur við og ég ætti að vera nokkuð seif. Ooooohhh hvað það var gott að láta gossa þarna úti í náttúrunni. Ég vona bara að það hafi ekki verið neinn þarna í grenndinni sem sá mig – aldrei að vita með einhverja náttúruljósmyndara með einhverjar svaka linsur. Eða kannski væru þeir frekar með makrólinsur og þá skipti það ekki máli.

Jæja, ég kláraði svo hlaupin. Mikið hef ég gott af þessu og vantaði þetta. Ég hef eeeekkert þol eins og er en hægt og bítandi mun það að sjálfsögðu aukast. Ég verð bara að vera þolinmóð. Annað jákvætt er auðvitað að með aukinni hreyfingu þá passa ég mataræðið frekar til þess að skemma ekki fyrir..

20130804

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s