The color run

Í morgun drattaðist ég loksins á lappir kl. 6, á undan öllum öðrum. Lengi hef ég verið að búa til afsakanir til þess að sofa lengur eða gera ekkert. T.d. á mánudaginn var bara svo gott að sofa. Ég klæddi mig samt í íþróttabuxurnar, fór aftur upp í rúm og ætlaði bara að planka aðeins (já einmitt). Tók 10 sekúndna plank og sofnaði svo aftur. Á þriðjudaginn svaf ég. Á miðvikudaginn var ég sannarlega þreytt því ég kom mjög seint heim kvöldið áður. Á fimmtudaginn var ég illa sofin því Styrmir fékk svo heiftarlegar blóðnasir um nóttina, tvisvar sinnum og endaði á að sofa uppí. Bríet vaknaði líka og kom líka upp í svo svefninn var ekki góður.

En föstudagurinn byrjaði vel. Ég var næstum því farin að snúsa en NEI NÚ SKALTU HLAUPA sagði heilinn. OK best að hlýða núna. Þetta þýðir ekki lengur. Ef ég vil komast einhverntíma aftur í þetta killer form sem ég var í 2008 (þar til ég varð ólétt og fór að gúffa í mig kökum og sætindum og rúllaði af vagninum langt niður stóra brekku) þá verð ég að byrja NÚNA.

Ég hef ákveðið að fylgja prógrammi sem ég fann á Pinterest og heitir The color run. Þetta er 8 vikna prógram sem þjálfar mig upp fyrir 5 km hlaup.

Í morgun var s.s. dagur 1. Lokadagur þessa prógrams verður þ.a.l. 27. september, sem er dagur 1 á landsþingi. Það passar fullkomlega.

Ég ætlaði fyrst að hlaupa á brettinu inni (já við eigum hlaupabretti). En af því að börnin hafa tekið öryggissegulinn úr (bandið sem maður festir við sig) þá hefði ég þurft að slá öllu út í tölvuherberginu (þar sem brettið er) til þess að setja hann aftur í (smá álag á rafmagnið við að starta þessu). Ég var ekki að nenna því kl. 6:15 (ég tók 15 mín í að klæða mig, fá mér banana og vatn áður en ég fór af stað) svo ég greip peysu og dreif mig út. Enda geggjað gott veður. Nægilega snemma til þess að það sé svalt úti og gott að hlaupa.

Þetta hlaupaprógramm gerir ráð fyrir að maður taki tímann. Fyrst hlaupa í 1 mín og ganga í 90 sek. Ég var með símann á upphandleggnum stilltan á Electronic rásina á Spotify (fín hlaupatónlist) og var ekki að fara að nenna að nota símann til að taka tímann. Svartsýna ég hefði hætt við að fara eftir prógramminu og hlaupið bara eitthvað en jákvæða og bjartsýna ég tók yfirhöndina og taldi bara upp í 60 meðan ég hljóp og 90 meðan ég gekk. Og endurtók það 8x. Þetta gekk frábærlega og fann strax að þetta prógramm mun bera góðan árangur.

Svo fór ég að hugsa á meðan ég var að hlaupa (já ég gat talið OG hugsað): „Nei andskotinn hafi það (afsakið orðbragðið) ég skrái mig í 10k í maraþoninu. Ég labba þá bara meirihlutann af leiðinni ef ég get ekki skokkað, ég ætla ekki fara að hafa samviskubit yfir að hafa ekki farið þetta árið.“ Svo þar með er það ákveðið, ég ætla í maraþonið á menningarnótt, sama í hvaða formi ég er!

Svona lítur prógrammið út:

The Color Run

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s